Vörumynd

Liðnir Landeyingar

Eitt meginhlutverk safna er varðveisla minja og
minninga. Annað meginhlutverkið er úrvinnsla og
kynning. Í riti þessu fetar Þórður Tómasson
safnvörður að Sk...

Eitt meginhlutverk safna er varðveisla minja og
minninga. Annað meginhlutverkið er úrvinnsla og
kynning. Í riti þessu fetar Þórður Tómasson
safnvörður að Skógum slóðir liðinna Landeyinga
sem skildu fátt eftir af þessa heims auði,
nokkur gullituð blöð rituð af þreyttum mönnum á
stopulum hvíldarstundum. En af blöðum þessum
rísa myndir genginna kynslóða, saga harðrar
lífsbaráttu og margra sorga er skráð og
endurrituð af sagnameistaranum með þeim tökum
sem alþjóð þekkir. Alúð og skilningur hans
bregður lífi yfir sögu fólks sem áður var
sögulaust.
Rit þetta er hugsað sem fyrsta
framlag í röð útgáfa um menningararf hinna
sunnlensku byggða sem höfðu Vestmannaeyjar að
höfuðstað.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt