Vörumynd

Maður lifandi - skáldævisaga

Fullyrða má að hvert mannsbarn á landinu hafi
þekkt Gest Þorgrímsson um og upp úr miðri
síðustu öld. Þekktastur var hann fyrir leik sinn
og söng, einkum fyr...

Fullyrða má að hvert mannsbarn á landinu hafi
þekkt Gest Þorgrímsson um og upp úr miðri
síðustu öld. Þekktastur var hann fyrir leik sinn
og söng, einkum fyrir að herma eftir innlendum
og erlendum stórsöngvurum og ýmsum hljóðfærum.
Ungur nam hann höggmyndalist við konunglega
akademíið í Kaupmannahöfn og eftir heimkomuna
frá námi, árið 1947, settu hann og eiginkona
hans, myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir,
Rúna, á stofn leirkeraverkstæðið Laugarnesleir.
Gestur skrifaði þessa bók mitt í dagsins önn á
sjötta áratug síðustu aldar og fullyrða má að
hvort sem lesandinn þekkti til hans eða ekki mun
honum finnast sem hann sjái fyrir sér glettið og
sposkt andlit höfundarins meðan á lestrinum
stendur. Og óhætt er að fullyrða að engum muni
leiðast lesturinn því Gestur kunni þá list að
skemmta og með þessari bók, sem varð því miður
hans eina bók, sýnir hann að þeim hæfileika gat
hann beitt á ritvellinum, eins og hann gerði svo
oft á leiksviðinu, á stórum og smáum samkomum.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt