Vörumynd

Basil fursti - 2. hefti

Nú er 2. hefti af Basil fursta komið út. Það
nefnist Ævintýri í næturklúbbi.Enginn veit
með neinni vissu hvaðan Basil fursti, konungur
leynilögreglumanna, e...

Nú er 2. hefti af Basil fursta komið út. Það
nefnist Ævintýri í næturklúbbi.Enginn veit
með neinni vissu hvaðan Basil fursti, konungur
leynilögreglumanna, er ættaður. Munnmælasögur
sögðu, að móðir hans hefði verið drottning
einhvers ríkis í Evropu. Furstinn er
einstæðingur og liggur sú ástæða til þess er hér
skal greina: Á unga aldri mun hann hafa elskað
stúlku, sem brá heitum við hann. Um þetta er að
vísu ekki til nein saga, en þetta kemur víða
fram í ævintýrum hans. Frægastur er furstinn
fyrir skarpskyggni sína og hæfileika á því sviði
að finna sökudólga, glæpamenn og glæpakvendi,
sem gera samtíðarmönnum sínum illt eitt. Marga
slíka menn hefur hann fundið, þegar lögreglan
hafði alveg gefist upp. Mörgum hefur hann
hjálpað og leitt af glæpabrautinni.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt