Vörumynd

Hávamál Indíalands-Bhagavad Gi

Bhagavad Gíta, eða Hávamál Indíalands eins og
bókin nefnist í þessari íslensku þýðingu, er án
ef ein af perlum heimsbókmenntanna og er fyrir
löngu orðin þek...

Bhagavad Gíta, eða Hávamál Indíalands eins og
bókin nefnist í þessari íslensku þýðingu, er án
ef ein af perlum heimsbókmenntanna og er fyrir
löngu orðin þekkt um víða veröld. Hún hefur hins
vegar verið ófánanlega í íslenskri þýðingu um
árabil og var því ákveðið að bæta úr því og
endurúrgefa íslenska þýðingu Sigurðar Kristófers
Péturssonar frá árinu 1924. Í Bhagavad Gíta
segir frá samtali guðsins Krishna og lærisveins
hans Arjúna. Krishna birtist sem andlegur
fræðari og kennir Arjúna listina að lifa eftir
leiðum andans. Boðskapur og kennslan sem birtist
í Bhagavad Gíta er tímalaus og á jafn vel við nú
og í fyrndinni en bókin er eldforn og margar
aldir eru síðan hún var færð í letur.
Bókin er
fyrir löngu orðin sígild meðal andlegra fræða og
ein af grundvallarritum yogafræðanna. Þórbergur
Þórðarson sagði m.a. um bókina: ³Bhagavd Gíta og
Bókin um veginn eru tvær mestu bækur heimsins.Ê

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt