Vörumynd

Hatturinn frá Katalóníu

Út er komin barnabókin Hatturinn frá Katalóníu.

Haddý hattakona lendir í hremmingum eftir að
hatturinn frá Katalóníu er settur á náttborðið
hennar. Og ei...

Út er komin barnabókin Hatturinn frá Katalóníu.

Haddý hattakona lendir í hremmingum eftir að
hatturinn frá Katalóníu er settur á náttborðið
hennar. Og eins og í góðum ævintýrum þá berst
hjálpin úr óvæntri átt. Nágranni hennar er ekki
sá sem hann sýnist og í sögulok dugar ekkert
minna en nýuppáhellt kaffi, berjakaka og rósir.

Hatturinn frá Katalóníu er önnur bók Ólafar
Völu Ingvarsdóttur. Höfundur er sex barna móðir
í Reykjavík og hefur áralanga reynslu af að
segja börnum sögur. Bókin Bleikir fiskar sem kom
út í fyrra fékk góðar viðtökur lesenda og
Hatturinn frá Katalóníu er bók sem hentar vel
yngstu kynslóðinni.
Myndir í bókinni vann Ólöf
Vala með blandaðri tækni lita og föndurs í
samvinnu við börn sín og gesti á heimilinu í
Norðurmýrinni.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.990 kr.
  1.722 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.074 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt