Vörumynd

Ástvaldur Zenki-Hljóð

Hljóð er ný frumsamin tónlist samin fyrir
djasspíanótríó. Tónlistin var frumflutt í
Norðurljósasal Hörpu á Jazzhátíð Reykjavíkur
þann 17. ágúst síðastliðinn...

Hljóð er ný frumsamin tónlist samin fyrir
djasspíanótríó. Tónlistin var frumflutt í
Norðurljósasal Hörpu á Jazzhátíð Reykjavíkur
þann 17. ágúst síðastliðinn. Stefnt er að því að
hljóðrita tónlistina í Stúdíó Sýrlandi í byrjun
október.

Tónlistin er einlæg í einfaldleika
sínum og býður hlustandanum að líta inn á við og
sameinast andránni. Tónsmíðarnar eiga sér
sterkar rætur í djasshefðinni, tónlistin er
skapandi og óþvinguð; seiðandi lýrik og flæðandi
rytmi. Slegið er á svipaða strengi og á fyrri
geisladiski Ástvaldar Zenki, Hymnasýn, frá árinu
2011.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt