Vörumynd

Undir ósýnilegu tré

Undir ósýnilegu tré er þriðja ljóðabók Sigríðar
Jónsdóttur í Arnarholti. Fyrri bækur Sigríðar
hafa fengið frábærar viðtökur og viðurkenningar.
Sigríður er f...

Undir ósýnilegu tré er þriðja ljóðabók Sigríðar
Jónsdóttur í Arnarholti. Fyrri bækur Sigríðar
hafa fengið frábærar viðtökur og viðurkenningar.
Sigríður er fædd 1965 og hefur starfað í sinni
heimasveit sem bóndi, skáld og kennari. Þegar
fyrsta bók hennar, Einnar báru vatn, kom út
haustið 2005 skrifaði Erlendur Jónsson
bókmenntagagnrýnandi m.a.:
Ljóð Sigríðar eru
aldrei innantóm, aldrei leiðinleg og yfirleitt
gagnorð. Skáldkonan hefur með öðrum orðum góða
nærveru eins og sagt er nú á dögum... Einnar
báru vatn er borið uppi af skaphita, smekkvísi,
alþýðlegu brjóstviti, djúpri tilfinningu og
skynsamlegri rökhugsun.
Bók Sigríðar Kanill var
tilnefnd til Fjöruverðlauna og sagði dómnefnd þá
um verk Sigríðar:
Hreinskiptin og tilgerðarlaus
bók, nýstárleg að formi og innihaldi.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt