Vörumynd

Kattarglottið

Kattarglottið er fyrsta smásagnasafn Benedikts
Jóhannessonar. Hann hefur um árabil skrifað
greinar í blöð og tímarit, en þó ekkert þessu
líkt.Í bókinni eru ...

Kattarglottið er fyrsta smásagnasafn Benedikts
Jóhannessonar. Hann hefur um árabil skrifað
greinar í blöð og tímarit, en þó ekkert þessu
líkt.Í bókinni eru fimmtán sögur og höfundur fer
um víðan völl. Þekktur pólitíkus slettir ærlega
úr klaufunum í New York, frægur blaðamaður nær
að plata Guð almáttugan í viðtal og dýrin í
skóginum hætta að vera vinir. Ýmsar spurningar
vakna: Voru Frau Himmerfeldt og Arnaldur gift
bürgerlich? Ná vísindaafrek NÞ eyrum umheimsins
eða verða þau lokuð í fangelsi dásvefnsins um
allan aldur? Hvers vegna er Jesús á rölti um
miðbæ Reykjavíkur? Sögurnar eru glettnar en þó
með alvarlegum undirtón. Skil raunveruleika og
ímyndunar eru stundum óljós. Söguhetjur eru bæði
venjulegt fólk og einkennilegt, óþekkt og
heimsfrægt. Sumar sögurnar gerast í Reykjavík
samtímans, aðrar á óljósum tíma og óræðum
stöðum. Eitt er þeim sameiginlegt: Þær eru ekki
allar þar sem þær eru séðar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt