Vörumynd

Land tækifæranna

Ísland var land tækifæranna í augum Mareks
Pawlak. Hér ætlaði hann að hefja nýtt líf ásamt
unnustu sinni og bróður, réttu megin laganna og
laus við alla for...

Ísland var land tækifæranna í augum Mareks
Pawlak. Hér ætlaði hann að hefja nýtt líf ásamt
unnustu sinni og bróður, réttu megin laganna og
laus við alla fortíðardrauga. Hann fór að vinna
í byggingabransanum Í en sá svo ný tækifæri sem
hann gat ekki með góðri samvisku látið ónotuð.
Líkt og Marek var Daníel Marteinsson í
byggingabransanum, þótt á öðrum forsendum væri.
Á undraskömmum tíma varð hann einn ríkasti maður
landsins, svellkaldur útrásarvíkingur sem baðaði
sig í kastljósi fjölmiðla og aðdáun almennings
jafnt sem ráðamanna. Haustið 2008 reynist
örlagaríkt. Andrzej, bróðir Mareks, finnst
myrtur og spilaborg Daníels og útrásarvina hans
hrynur, með skelfilegum afleiðingum fyrir alla
íslensku þjóðina. Þegar illa útleikið lík
Daníels finnst í hálfkláruðu risaeinbýlishúsinu
reynist því enginn skortur á grunuðum.
Rannsóknarlöggurnar Katrín, Guðni, Árni og
Stefán finna fljótlega tengsl á milli þessara
gjörólíku manna Í en hvort þau skipta einhverju
máli er svo allt annar handleggur.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt