Vörumynd

Magnea Þorkelsdóttir Handverk

Magnea

Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var mikil
hannyrðakona og urðu mörg listaverk til í höndum
hennar. Hún saumaði fjölda þjóðbúninga bæði á
sig og afkomendur s...

Magnea Þorkelsdóttir biskupsfrú var mikil
hannyrðakona og urðu mörg listaverk til í höndum
hennar. Hún saumaði fjölda þjóðbúninga bæði á
sig og afkomendur sína. Á sýningunni verða
valdir búningar úr safni fjölskyldunnar. Magnea
fæddist 1. mars 1911 í Reykjavík. Þegar Magnea
var á barnsaldri kynntist hún nágrannakonu sinni
en af henni nam hún fyrstu nálarsporin aðeins
fimm ára að aldri. Magnea gekk í Miðbæjarskólann
og síðan í Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var
afburðanemandi og hlaut verðlaun við útskrift
bæði fyrir verkkunnáttu og bóklegar greinar.
Hæfileikar hennar nýttust er hún réðst ung
stúlka til vinnu á saumastofunni Dyngju í
Reykjavík. Þar vann hún við að baldera og sauma
þjóðbúninga m.a. skautbúninga fyrir
Alþingishátíðina 1930. Þótt Magnea hafi verið
jafnvíg á bóknám og verknám stóð hugur hennar
alltaf til hannyrða sem hún vann af ástríðu og
einstöku listfengi alla tíð.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt