Vörumynd

Trausti Laufdal

Tónlistar og hljóðvísindamaðurinn Trausti
Laufdal er hér með sína fyrstu sólóplötu en hann
er þekktastur fyrir að vera einn fjórði
rokkhljómsveitarinnar Lok...

Tónlistar og hljóðvísindamaðurinn Trausti
Laufdal er hér með sína fyrstu sólóplötu en hann
er þekktastur fyrir að vera einn fjórði
rokkhljómsveitarinnar Lokbrá.
Platan sem heitir
einfaldlega Trausti Laufdal inniheldur tíu
frumsamin lög og þótt tónlistin fari um víða
völl má kalla hana einskonar dægurlaga blús rokk
með alíslenskum textum. Trausti semur sjálfur
alla texta og lög sem og hann tók sjálfur upp og
hljóðblandaði plötuna ásamt Sveini Helga
Halldórssyni. Það var svo snillingurinn Alan
Douches í West West Side Studios í New York sá
um að mastera plötuna. Á plötunni fær Trausti
marga góða gesti og þar má m.a nefna þá
Sigurgeir Sigmundsson sem leikur á slide-gítar,
Valdimar Guðmundsson sem mundar básúnuna og
Sigurð Guðmundsson á Hammond orgeli svo
einhverjir séu nefndir. Hljómsveit Trausta skipa
þau Hildur Þórlindsdóttir sem syngur, Þorleifur
Gaukur spilar á munnhörpu , Stefán Vilberg á
bassa , Gunnar Skjöldur Baldursson slagverk og
Þorvaldur Kári Ingveldarson trymbill.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt