Vörumynd

Hornstrandir og

Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar
um Hornstrandir og Jökulfjörðu. Fyrsta bókin kom
út í fyrra og nú er önnur bókin komin út.
Í
henni...

Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar
um Hornstrandir og Jökulfjörðu. Fyrsta bókin kom
út í fyrra og nú er önnur bókin komin út.
Í
henni er meðal annars sagt frá heims-og
glæsikonunni Sonju Benjamínsson de Zorrilla sem
ættuð var úr Dýrafirði og Jökulfjörðum. Hún var
alla tíð mjög stolt af uppruna sínum. Bjarney
Solveig Guðmundsdóttur, húsfreyja á
Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum, kemur við sögu,
en hún var stórkostleg manneskja eins og Sonja,
þó hún kæmi aldrei í veislusali heimsins. Birtur
er kafli úr Ferðabók Eggert og Bjarna, en þeir
ferðuðust um Hornstrandir 1754. Þá er löng grein
eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, fræðimann, þar
sem fjallað er um bjarndýrsbana á Hornströndum
og áfram er fjallað um Hall á Horni. Greinarnar
Einsetumaður í Hornvík og Dagbók unglings á
Hornströndum 1889 segja frá lífi sem var og eru
ótrúlegar á sinn hátt. Óborganlegar eru
frásagnirnar af séra Magnúsi franska á Stað í
Aðalvík.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt