Vörumynd

Reykjaholtsmáldagi

Reykjaholtsmáldagi er um margt mjög merkilegt
skjal með áhugaverða sögu. Um er að ræða eitt
stakt kálfskinnsblað með máldaga kirkjunnar í
Reykholti í Borgar...

Reykjaholtsmáldagi er um margt mjög merkilegt
skjal með áhugaverða sögu. Um er að ræða eitt
stakt kálfskinnsblað með máldaga kirkjunnar í
Reykholti í Borgarfirði, þ.e. skrá yfir eignir
og réttindi kirkjunnar. Af máldaganum má fá góða
hugmynd um eignir, ítök, búnað og nafngreint
fólk tengt kirkjunni. Þá kemur fram í máldaganum
hvernig kirkjunni bárust sumar eignanna. Meðal
annarra er Snorri Sturluson nefndur sem gefandi,
og án þess að hægt sé að færa á það sönnur er
jafnvel mögulegt að hann hafi með eigin hendi
ritað hluta máldagans. Máldaginn er elsta
varðveitta skjal í frumriti, sem til er á
norrænu máli, auk þess sem hann er það elsta í
vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Einungis sárafá
íslensk handritabrot eru álitin jafngömul eða
eldri. Fyrsti hluti þessa skinnblaðs er talinn
vera frá árunum 1150-1208, en aðrir hlutar þess
eru frá 1204-1247 og um 1300. Einnig er um að
ræða merka heimild um íslenska málsögu og þróun
stafsetningar og stafagerðar seinni hluta 12.
aldar og á 13. öld

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt