Vörumynd

Fan Houtens Kókó-Gott Bít

Fan Houtens Kókó var hluti nýbylgjunnar í
rokktónlistinni í Reykjavík í upphafi níunda
áratugarins . Hljómsveitin var virk 1981 og 1982
og gaf út tvær snæl...

Fan Houtens Kókó var hluti nýbylgjunnar í
rokktónlistinni í Reykjavík í upphafi níunda
áratugarins . Hljómsveitin var virk 1981 og 1982
og gaf út tvær snældur ; Musique élementaire og
Það brakar í herra K. Á disknum má finna lög af
báðum kassettunum og auk þess hljóðritanir frá
1982 sem sumar voru gefnar út á safnkassettunni
Rúllustiganum en aðrar sem aldrei hafa verið
gefnar út áður. Allar upptökurnar eru "læf",
ýmist frá tónleikum 1981 eða gerðar í
æfingahúsnæði sveitarinnar.
Fan Houtens Kókó var
stofnuð 1981. Meðlimir sveitarinnar tilheyrðu
súrrealistahópnum Medúsu. Þeir gáfu út ljóð og
sköpuðu myndlist og gjörninga og ráku Gallerí
Skruggubúð á vegum Medúsu . Rithöfundurinn Sjón
, sem einnig var í Medúsu , skrifaði nokkur af
fyrstu ljóðum hljómsveitarinnar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  2.590 kr.
  1.634 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.699 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt