Vörumynd

Tómas R-Bassanótt

Bassanótt hefur að geyma nýja latíntónlist
Tómasar R. en hún var frumflutt á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2013 og hljóðrituð í kjölfarið.
Gagnrýnandinn Vernharður ...

Bassanótt hefur að geyma nýja latíntónlist
Tómasar R. en hún var frumflutt á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2013 og hljóðrituð í kjölfarið.
Gagnrýnandinn Vernharður Linnet gaf
jazzhátíðartónleikunum fjóra og hálfa stjörnu í
dómi sínum og skrifaði m.a.: ,,Á tónleikunum í
Fríkirkjunni skiptust á ljúfar ballöður og
kúbönsk sveifla og ekki hægt annað en hrífast af
lögum hans, þar sem drungaleg fegurð ríkti eins
og í ,,JanúarË, jafnt og heitum kúburyþmanum í
,,BassanóttË... Heit og þétt tónlist og gaman
verður að heyra hana aftur á væntanlegri plötu.Ë
(Mbl. 28/8 2013) Á plötunni eru átta ný lög sem
eiga það samt sameiginlegt að þar er vísað til
margvíslegra forma latíntónlistarinnar og
latíndjassins; guajira, bolero, mambos og
chachacha svo eitthvað sé nefnt. Þar er líka
12/8 blúsinn Díboppalúla á mörkum swings og
latínu. Bassanótt er fyrsta instrumental
latínplata Tómasar með frumsömdum lögum fyrir
stærri hljómsveit síðan Romm Tomm Tomm kom út
2006.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt