Vörumynd

Veðrabrigði

Veðrabrigði er einstak smásagnasafn sem fjallar
um hversdagsleikann, stundir daglegs lífs og
athafna, sem reynast ekki svo hversdagslegar
þegar betur er að ...

Veðrabrigði er einstak smásagnasafn sem fjallar
um hversdagsleikann, stundir daglegs lífs og
athafna, sem reynast ekki svo hversdagslegar
þegar betur er að gáð. Smásögurnar eru tólf
talsins. Þær eru flestar skrifaðar um miðbik
síðustu aldar og eru af fjölbreyttum toga, bæði
að efni og lengd. Lesandinn kemst í kynni við
söguhetjur af ýmsum gerðum, sem takast á við
ólíkar hliðar tilverunnar, þessar sætu og
broslegu en einnig harmrænar hliðar mannlegs
samfélags og nístandi miskunnarleydi. Frásögnin
er einföld að uppbyggingu og fíngerð. Höfundur
dregur upp í fáum en öruggum dráttum myndir úr
daglegu lífi, sem staðið hafa af sér tímans tönn
þó svo aðsögusviðið sé meira en hálfrar aldar
gamalt. Smásagnaformið leikur í höndum
höfundarins, sem fer óhikað eigin leiðir og á
auðvelt með að vekja forvitni lesandans. Þetta
fágæta safn af óbirtum smásögum er áhugavert
framlag til íslenskrar smásagalistar.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.390 kr.
  2.935 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt