Vörumynd

Sögur úr Vesturbænum

Nokkrum árum áður hafði steingirðingin um gamla
kirkjugarðinn verið steypt upp og þá átti hann
leið þar um, hann var aldrei þessu vant einn á
ferð, stanzaði...

Nokkrum árum áður hafði steingirðingin um gamla
kirkjugarðinn verið steypt upp og þá átti hann
leið þar um, hann var aldrei þessu vant einn á
ferð, stanzaði og skrifaði með beinum vísifingri
hægri handar gælunafn sitt í steypuna, ásamt
dagsetningu og ártali. Það var undir lok
styrjaldarinnar og þarna blasti það við nokkur
næstu ár, en síðan var múrað yfir það og tíminn
lagði líknandi hönd yfir þetta víxlspor hans,
eða á ég frekar að segja þessa tilraun til að
minna á að hér var hann eitt sinn á ferð með
vilja sínum og vonum.ÊSögumaðurinn úr
Vesturbænum gerir fleira en að tipla í kringum
kirkjugarðinn og tímann; hann skorar skáldskap
og heimspeki á hólm, slæst í för með kynlegum
kvistum eins og Sesselju spákonu og Stefáni frá
Möðrudal. Hann ferðast um með þeim félögunum
Birni og Jósep og á stundum hefur maður á
tilfinningunni að hann þekki þá betur en sjálfan
sig og þá vakna spurningar: og hver er svo sem
Björn og hver Jósep?

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.790 kr.
  2.536 kr.
  Skoða
 • Penninn
  3.837 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt