Vörumynd

Gissur Páll-Aría

Gissur Páll hefur sýnt og sannað að hann er einn
fremsti tenór þjóðarinnar og hefur sungið sig
inn í hugi og hjörtu landsmanna. Nú er væntanleg
frá söngvaranum ný plata þar sem
Sinfóníuhljómsveit Íslands stillir saman við
hann strengi sína. Á plötunni eru ellefu af
þekktustu ítölsku óperuaríum
tónbókmaenntanna

...

Gissur Páll hefur sýnt og sannað að hann er einn
fremsti tenór þjóðarinnar og hefur sungið sig
inn í hugi og hjörtu landsmanna. Nú er væntanleg
frá söngvaranum ný plata þar sem
Sinfóníuhljómsveit Íslands stillir saman við
hann strengi sína. Á plötunni eru ellefu af
þekktustu ítölsku óperuaríum
tónbókmaenntanna

Gissur Páll þreytti frumraun
sína í titilhlutverki Oliver Twist í uppsetningu
Þjóðleikhússins 1989, þá aðeins tólf ára gamall.
Frá árinu 1997 stundaði hann nám við Söngskólann
í Reykjavík undir handleiðslu Magnúsar
Jónssonar. Gissur Páll hóf nám við Conservatorio
di Bologna á Ítalíu árið 2001 og að loknu námi
vorið 2005 hóf hann að sækja einkatíma hjá
Kristjáni Jóhannssyni. Fyrsta óperuhlutverk hans
á Ítalíu var Ruiz í óperunni Il Trovatore í
Ravenna vorið 2003. Veturinn 2004 tók hann þátt
í uppfærslu á Cos fan tutte, undir stjórn
Claudio Abbado og sumarið 2005 söng hann Danilo
í Kátu ekkjunni í útileikhúsi við Gardavatnið.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt