Vörumynd

Fjögurra laufa smári skákmanns

Hér kemur fyrir almenningssjónir kennslubók í
skák ætluð ungum byrjendum, sem Smári Rafn
Teitsson, grunn- og framhaldsskólakennari hefur
samið. Bókinni er m...

Hér kemur fyrir almenningssjónir kennslubók í
skák ætluð ungum byrjendum, sem Smári Rafn
Teitsson, grunn- og framhaldsskólakennari hefur
samið. Bókinni er m.a. Ætlað það hlutverk að
gefa bekkjarkennurum yngstu bekkja grunnskólans
tæki til að hjálpa nemendum að stíga fyrstu
skrefin á sviði skáklistarinnar. Margar
rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum
skákiðkunar barna og benda þær eindregið til
þess að skákin efli einbeitingu, rökhugsun,
rýmisgreind, lestrargetu og margt fleira.
Höfundurinn hefur starfað við skákkennslu um
árabil, m.a. í Salaskóla, Hjallaskóla og
Álfhólsskóla. Nemendur hans hafa margir hverjir
náð prýðisárangri, bæði sem einstaklingar og lið.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt