Vörumynd

Stuðmenn-Sumar á Sýrlandi LP

Við endurútgefum nú Sumar á Sýrlandi á
vínyl.
Platan hefur verið ófáanleg á vínil til
margra ára og má því teljast til tíðinda að
þessi fyrsta plat...

Við endurútgefum nú Sumar á Sýrlandi á
vínyl.
Platan hefur verið ófáanleg á vínil til
margra ára og má því teljast til tíðinda að
þessi fyrsta plata Stuðmanna í fullri lengd sé
nú endurútgefin í sinni upprunalegu mynd á
fjörutíu ára útgáfuafmælinu.
Platan, sem fyrst
kom út árið 1975, sló rækilega í gegn. Hún er
nokkurs konar konseptplata sem dregur sundur og
saman í háði skemmtanamenningu Íslendinga og
lýsir þróuninni úr brennivínsmenningu yfir í
hippamenningu.
Þegar platan kemur út skipa
hljómsveitina Jakob Frímann Magnússon, Valgeir
Guðjónsson, Gylfi Kristinsson, Ragnar Danielsen,
Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla.
Meðal
gestasöngvara á plötunni eru Long John Baldry,
Steinka Bjarna og Björgvin Halldórsson, sem
einnig spilar á munnhörpu í laginu Strax í dag.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt