Vörumynd

Lambið hennar Móru

Bókin er um ungu kindina Móru sem er að eignast
sitt fyrsta lamb og móðurást hennar. Móra og
kindurnar í fjárhúsunum eru persónugerðar á
skemmtilegan hátt í...

Bókin er um ungu kindina Móru sem er að eignast
sitt fyrsta lamb og móðurást hennar. Móra og
kindurnar í fjárhúsunum eru persónugerðar á
skemmtilegan hátt í máli og myndum og fylgir
lesandinn eftir ævintýrum Móru og fjárhópsins
frá vori og fram á haust. Reynt er að gefa
innsýn inn í líf kindanna út frá sjónarhóli
þeirra sjálfra, margbreytilegum persónuleikum
þeirra, tilfinningum, hugrenningum og samskiptum
sem kindur í fjárhóp kunna að upplifa. Fjallað
er um sauðburð kindanna, veru þeirra á fjalli ,
smölun, réttir og tímann þegar þær koma aftur
heim á tún og í fjárhúsin. Myndirnar eru sniðug
blanda af raunveruleika og ímyndun.Bókin er
ætluð börnum frá 3-12 ára aldurs og er tilvalin
fyrir afa og ömmur, mömmur og pabba og aðra sem
vilja lesa fyrir börn um lífið í sveitinni.
Einnig hentar hún vel fyrir börn sem eru að læra
að lesa.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt