Vörumynd

Osprey Aether AG 70L bakpoki

Aether AG 70 er öflugur fjallgöngupoki með mikla burðargetu sem uppfyllir þarfir þeirra sem vilja sterkan poka sem hentar vel óháð árstíð. Aether AG hentar vel í regn, snjó eða sól og mun auðveld...

Aether AG 70 er öflugur fjallgöngupoki með mikla burðargetu sem uppfyllir þarfir þeirra sem vilja sterkan poka sem hentar vel óháð árstíð. Aether AG hentar vel í regn, snjó eða sól og mun auðvelda ferðalag eigandans til muna, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri ferðir.

Með stillanlegu baki og stillanlegu mjaðmabelti er hægt að stilla pokann þannig að hann passi þér sem best. Þegar pokinn er rétt stilltur á þig fer 80% þyngdarinnar á mjaðmirnar og 20% þyngdarinnar á axlirnar. Það þýðir að minni líkur eru á verkjum í öxlum og baki meðan á göngu stendur. Best er að hagræða þyngstu hlutunum sem með eru í för neðst í pokann. Auðvelt aðgengi er að öllu dótinu í pokanum þar sem að þú getur opnað hann á þrjá vegu, þ.e. að ofan, fyrir miðju og að neðan. Stow-on-the-Go™ festingar fyrir göngustafi gera þér kleift að setja göngustafina í og úr sjálf án þess að leggja pokann niður eða biðja vin um hjálp. Vatnsheld yfirbreiðsla kemur að góðum notum í rigningu og blautu veðri. Þú þarft þó ekki að örvænta ef þú lendir í vindhviðum vegna þess að yfirbreiðslan er áföst, enda veitir kannski ekki af hérna á Íslandi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Ellingsen
    Til á lager
    35.196 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt