Vörumynd

Helgi Björns-Kampavín

Helgi Björns hefur átt afskaplega farsælan
sólóferil frá því hann lét fyrst að sér kveða án
hljómsveitanna sinna; Grafík og SSSól. Hann gaf
út sína fyrstu s...

Helgi Björns hefur átt afskaplega farsælan
sólóferil frá því hann lét fyrst að sér kveða án
hljómsveitanna sinna; Grafík og SSSól. Hann gaf
út sína fyrstu sólóplötu 1997 en á fyrsta áratug
nýrrar aldar hafa tvær plötur litið dagsins ljós
frá Helga og báðar notið mikilla vinsælda. Fyrst
var það Yfir Esjuna en á henni fóru Helgi og
félagar vel með laga- og textasmíðar Magnúsar
Eiríkssonar. Árið 2008 kom svo Ríðum sem
fjandinn en þar fluttu Helgi og Reiðmenn
vindanna íslenska sveitatónlist við miklar
vinsældar. Viðfangsefni Helga á Kampavín eru
bandarískir rytmablús-slagarar, danssöngvar og
drykkjuvísur, frá miðri síðustu öld við frábæra
nýja íslenska söngtexta eftir Bagggalútinn Braga
Valdimar Skúlason, Dr. Gunna, Þórð Árnason,
Davíð Þór Jónsson ofl. Platan er bráðvel heppnuð
og hin mesta skemmtun hvort sem er í gleðskapinn
eða við enn nánari hlustun.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt