Vörumynd

Ekki líta undan -Hljóðbók CD

Ekki líta undan er einstæð bók. Hún fjallar
um
afleiðingarnar af því þegar satt er látið
kyrrt
liggja og nauðsyn þess að horfast í augu
vi...

Ekki líta undan er einstæð bók. Hún fjallar
um
afleiðingarnar af því þegar satt er látið
kyrrt
liggja og nauðsyn þess að horfast í augu
við hið
liðna, hversu sárt og erfitt sem það
kann að
vera. Guðrún Ebba Ólafsdóttir er dóttir
Ólafs
Skúlasonar biskups sem var einn af
helstu
valdamönnum samfélagsins en hrökklaðist
úr
embætti eftir ásakanir um kynferðislega
áreitni
Í sem hann neitaði alla tíð. Guðrún Ebba
segir
frá af hispursleysi og viðurkennir
veikleika
sína, skoðar líf sitt og hegðun í
stóra
samhenginu, hvernig kynferðisofbeldi sem
faðir
hennar beitti hana í æsku hefur litað
allt
hennar líf. Hún segir frá því hvernig hún
deyfði
sig með margvíslegum óhollum aðferðum en
líka
hvernig hún tókst að lokum á við lífsvanda
sinn
og hefur í framhaldinu knúið kirkjunnar
menn til
að horfast í augu við sinn vanda þegar
slík mál
eru annars vegar Í hætta að líta undan.
Hljóðbók á geisladiski.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt