Vörumynd

Todmobile-Úlfur CD+DVD

Todmobile sendir frá sér sína áttundu
hljóðversplötu með nýju efni. Platan heitir
Úlfur en titillagið naut töluverðra vinsælda
fyrr á árinu. Á Úlfi verða 12...

Todmobile sendir frá sér sína áttundu
hljóðversplötu með nýju efni. Platan heitir
Úlfur en titillagið naut töluverðra vinsælda
fyrr á árinu. Á Úlfi verða 12 ný lög. Þar á
meðal lögin Systir og Æðislegt en það
síðarnefnda má heyra í útvarpi um þessar
mundir.

Það er ansi gestkvæmt á plötunni og
gestirnir ekki af verri endanum. Gítarleikari
Genesis, Steve Hackett, spilar í tveimur laganna
auk þess að semja annað þeirra með Þorvaldi
Bjarna. Jon Anderson, fyrrum söngvari YES syngur
að auki eitt lag sem hann samdi einnig í félagi
við Þorvald Bjarna auk þess sem hann á annan
texta á plötunni.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt