Vörumynd

Vetrarrýgresi DASAS (2n)

Dasas, eða með réttu EF 486 Dasas, er uppskerumikið tvílitna (2n) yrki vetrarrýgresis sem hefur verið á markaði hérlendis um langt árabil. Það er því þaulreynt og vel þekkt yrki í ræktun. Dasas er ekki með eins mikla vaxhúð á blöðum og ferlitna yrkin og hentar því á margan hátt betur til þurrkunar á velli og getur hentað vel í blöndu við ferlitna yrki ef ætlunin er að slá og verka í fóður. …

Dasas, eða með réttu EF 486 Dasas, er uppskerumikið tvílitna (2n) yrki vetrarrýgresis sem hefur verið á markaði hérlendis um langt árabil. Það er því þaulreynt og vel þekkt yrki í ræktun. Dasas er ekki með eins mikla vaxhúð á blöðum og ferlitna yrkin og hentar því á margan hátt betur til þurrkunar á velli og getur hentað vel í blöndu við ferlitna yrki ef ætlunin er að slá og verka í fóður.

Vetrarrýgresi skríður seint og heldur fóðrunarvirðinu vel. Vetrarrýgresi nýtir langan vaxtartíma vel og getur gefið góðan endurvöxt.

Ráðlagt sáðmagn 30-40 kg/ha (má e.t.v. minnka aðeins þar sem fræið af Dasas er fremur smátt)

Vaxtardagar 70-100

Meira um ræktun á einæru rýgresi.

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.