Vörumynd

Uniimog-Yfir hafið

Uniimog er splunkuný hljómsveit, hugarfóstur
þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar
Kristins Jónssonar sem báðir eru gjarnan kenndir
við Hjálma. Fyrsta s...

Uniimog er splunkuný hljómsveit, hugarfóstur
þeirra Þorsteins Einarssonar og Guðmundar
Kristins Jónssonar sem báðir eru gjarnan kenndir
við Hjálma. Fyrsta smáskífa sveitarinnar lítur
nú dagsins ljós en það er lagið Yfir hafið. Þeir
Steini og Kiddi hafa verið iðnir við kolann
undanfarna mánuði en þeir hafa verið á
faraldsfæti með Ásgeiri Trausta Einarssyni,
yngri bróður Steina og nánum samstarfsmanni
Kidda. Á ferðum sínum um ókunn lönd hófu þeir
félagar að dunda sér við að gera nýja tónlist
til að drepa tímann og göfga andann og þegar
tími hefur gefist hér heima hafa upptökur farið
fram í Hljóðrita í Hafnarfirði með dyggri aðstoð
góðra vina, svo sem Ásgeirs Trausta og Sigurðar
Guðmundssonar sem á endanum gengu báðir til liðs
við hljómsveitina. Smá saman hefur orðið til
efni í heila plötu og verður hún gefin út af
Senu síðar á árinu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt