Vörumynd

Mannakorn-Í blómabrekkunni

Í blómabrekkunni er ný plata frá Mannakornum;
þeim Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunnarssyni og
hún telst vera níunda plata þeirra félaga sem
inniheldur nýtt ...

Í blómabrekkunni er ný plata frá Mannakornum;
þeim Magnúsi Eiríkssyni og Pálma Gunnarssyni og
hún telst vera níunda plata þeirra félaga sem
inniheldur nýtt efni. Sú fyrsta, Mannakorn kom
út árið 1976 og í kjölfarið fylgdu Í gegnum
tíðina, Brottför kl. 8 og fleiri gæðagripir sem
allir geymdu fjölda laga sem urðu gríðarlega
vinsæl og hafa lifað góðu lífi frá því þau komu
út. Mannakorn sendu síðast frá sér nýja plötu
árið 2009 þegar Von kom út og óhætt er að segja
að hún hafi slegið í gegn.
Þeim Pálma og
Magnúsi til halds og trausts má finna
eðaltónlistarmenn á þessari plötu. Eyþór
Gunnarsson leikur á hljómborð, Stefán Mar, sonur
Magnúsar sér að mestu um gítarleikinn, Benedikt
Brynleifsson lemur húðir og að sjálfsögðu syngur
Ellen Kristjánsdóttir svo sem tvö lög.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt