Vörumynd

Magic Maze

Eftir að hafa verið rænd öllum eigum sínum neyðast galdrakarlinn, stríðsmaðurinn, álfurinn, og dvergurinn að ræna Magic Maze verslunarmiðstöðina til að ná í það sem vantar fyrir næsta ævintýri. Þau samþykkja að kortleggja allt völundarhúsið fyrst, svo finna uppáhaldsbúð hvers og eins, og að lokum koma sér að útganginum. Já, og þau ætla að gera þetta allt á sama tíma. Það er að minnsta kosti plani…
Eftir að hafa verið rænd öllum eigum sínum neyðast galdrakarlinn, stríðsmaðurinn, álfurinn, og dvergurinn að ræna Magic Maze verslunarmiðstöðina til að ná í það sem vantar fyrir næsta ævintýri. Þau samþykkja að kortleggja allt völundarhúsið fyrst, svo finna uppáhaldsbúð hvers og eins, og að lokum koma sér að útganginum. Já, og þau ætla að gera þetta allt á sama tíma. Það er að minnsta kosti planið, en tekst þeim að klára það? Magic Maze er rauntíma-samvinnuspil. Hver leikmaður látið hvaða hetju sem er framkvæma ákveðnar aðgerðir, sem aðrir leikmenn geta ekki: Hreyfa norður, rannsaka nýtt svæði, nota rúllustigann… Þetta krefst mikillar samstillingar á milli leikmanna til að hreyfa hetjurnar sem hraðast. Hins vegar megið þið ekki eiga nein samskipti nema í stuttan tíma í hverju spili; restina af tímanum þurfið þið að spila án þess að gefa neinar vísbendingar, hvorki með hljóði eða bendingum. Ef allar hetjurnar komast út innan tímarammans, þá sigrið þið spilið. Í upphafi er aðeins úr þremur mínútum að spila. Reitir með tímaglasi gefa þér meiri tíma. Ef sandurinn rennur allur niður, þá tapa allir. Þa hafið þið hangsað of mikið, verðirnir tekið eftir ykkur, og náð ykkur. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2018 Guldbrikken Best Family Game - Sigurvegari 2017 Tric Trac - Tilnefning 2017 Spiel des Jahres - Tilnefning 2017 RPC Fantasy Award Most Promising Product - Sigurvegari 2017 Meeples' Choice - Tilnefning 2017 International Gamers Award - General Strategy: Multi-player Nominee 2017 Gouden Ludo Best Family Game - Tilnefning 2017 Golden Geek Most Innovative Board Game - Tilnefning 2017 Golden Geek Best Family Board Game - Tilnefning 2017 Golden Geek Best Cooperative Game - Tilnefning 2017 Gioco dell’Anno - Tilnefning 2017 Cardboard Republic Socializer Laurel - Tilnefning https://youtu.be/bQ40KfmBdiM

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.