Vörumynd

Geir Ólafsson-Amma er best

Á þessari nýju barnaplötu fer Geir Ólafsson á
kostum í skemmtilegum lögum Guðmundar Rúnars
Lúðvíkssonar. Amma er best er frumsamin ný
barnaplata sem rennur ...

Á þessari nýju barnaplötu fer Geir Ólafsson á
kostum í skemmtilegum lögum Guðmundar Rúnars
Lúðvíkssonar. Amma er best er frumsamin ný
barnaplata sem rennur léttilega inn í
hugmyndaheim barnanna. Lögin á þessari plötu
eiga eflaust eftir að hljóma hátt og snjallt í
leikskólum landsins um ókomna framtíð. Guðmundur
Rúnar er ekki óvanur að finna smellina fyrir
krakkana. Hver man ekki eftir Súrmjólk í
hádeginu sem þeir Bjartmar Guðlaugsson gerðu að
hálfgerðu þjóðlagi barna á öllum aldri?
Furstarnir hans Geirs Ólafssonar sjá um
undirleikinn og ekki er hann af verri endanum
enda afbragðs hljóðfæraleikarar sem skipa hvert
rúm í þeirri sveit.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt