Vörumynd

Íslenskir myndlistarmenn

Þessi bók fjallar eingöngu um Myndlistarfélagið
og þá listamenn sem þar störfuðu. Laugardaginn
16. september 1961 komu saman í Tjarnarkaffi
nokkrir myndlistarmenn til að stofna með sér
félag sem þeir nefndu einfaldlega
Myndlistarfélagið. Þessir menn voru: Finnur
Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Eyjólfur J.
Eyfells, Sigurð...

Þessi bók fjallar eingöngu um Myndlistarfélagið
og þá listamenn sem þar störfuðu. Laugardaginn
16. september 1961 komu saman í Tjarnarkaffi
nokkrir myndlistarmenn til að stofna með sér
félag sem þeir nefndu einfaldlega
Myndlistarfélagið. Þessir menn voru: Finnur
Jónsson, Gunnlaugur Blöndal, Eyjólfur J.
Eyfells, Sigurður Krisján Árnason, Sveinn
Björnsson, Þorlákur R. Haldorsen, Guðmundur
Einarsson frá Miðdal, Gunnfríður Jónsdóttir,
Freymóður Jóhannsson, Höskuldur Björnsson, Jón
E. Guðmundsson, Þórdís Tryggvadóttir, Sigríður
Sigurðardóttir, Eggert Guðmundsson, Gréta
Björnsson, Ólafur Túbals, Baldur Edwins,
Guðmundur Karl Ásbjörnsson og Pétur Friðrik
Sigurðursson. Nokkrir listamenn bættust síðar í
hópinn. Tilgangur félagsins var að efla vöxt og
viðgang íslenskra lista innan lands og utan. Að
halda sameiginlegar listasýningar og taka þátt í
sýningum erlendis. Að veita listamönnum stuðning
til einkasýninga. Félagar gátu þeir einu orðið
sem gerðu myndlist að aðalstarfi.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt