Vörumynd

Prinsessan og Froskurinn

Prinsessan og froskurinn er teiknað
söngvaævintýri frá Disney sem gerist í New
Orleans á þriðja áratug síðustu aldar, þegar
jazzinn var sú tónlist sem flest...

Prinsessan og froskurinn er teiknað
söngvaævintýri frá Disney sem gerist í New
Orleans á þriðja áratug síðustu aldar, þegar
jazzinn var sú tónlist sem flestir hlustuðu á.

Þegar hinn jazz-elskandi og frjálslegi prins
Naveen frá Maldoniu kemur til bæjarins lendir
hann fljótt í vandræðum. Viðskipti hans við
vúdúprestinn Dr. Facilier leiða til þess að á
hann eru lögð álög og prinsinn breytist í frosk.
Í örvæntingarfullri tilraun til að verða
mannlegur aftur fær hann ungu þjónustukonuna og
kokkinn Tiönu til að kyssa sig og aflétta
álögunum þannig.
Áhrifin verða aftur á móti
þveröfug; í stað þess að breyta prinsinum í sitt
upprunalega form breytist Tiana sjálf
umsvifalaust í frosk. Því neyðast þau til að
fara saman sem froskar út í heiminn til að hafa
uppi á vúdúprestinum og fá hann til að aflétta
álögunum. Á leiðinni hitta þau svo persónur sem
eru jafnvel skrautlegri en þau sjálf.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt