Vörumynd

Svanur Vilbergsson-Four Works

Svanur Vilbergsson er fæddur árið 1981 og er
talinn meðal efnilegustu klassísku gítarleikara
sinnar kynslóðar. Svanur hóf gítarnám sitt 11
ára gamall m.a. h...

Svanur Vilbergsson er fæddur árið 1981 og er
talinn meðal efnilegustu klassísku gítarleikara
sinnar kynslóðar. Svanur hóf gítarnám sitt 11
ára gamall m.a. hjá Torvald Gjerde, Garðari
Harðarssyni og Charles Ross við Tónlistarskóla
Stöðvarfjarðar og Tónlistarskólann á
Egilsstöðum. Sautján ára fór hann til Englands
til náms við King Edwards VI menntaskólann í
Totnes þar sem gítarkennari hans var Colin
Spencer og útskrifaðist þaðan af tónlistar- og
líffræðibraut árið 2001. Þaðan hélt hann til
Spánar og sótti þar einkatíma hjá Arnaldi
Arnarssyni við Escola Luther. Árið 2002 hóf
Svanur nám hjá ítalska gítarleikaranum Carlo
Marchione við Tónlistarháskólann í Maastricht og
lauk þaðan B.Mus. gráðu vorið 2006. Sama ár hóf
hann mastersnám hjá Enno Voorhorst við
Konunglega Tónlistarháskólann í Haag sem hann
lauk vorið 2008. Þá hefur hann einnig sótt tíma
hjá Sonju Prunnbauer í Freiburg.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt