Vörumynd

Regnbogafuglinn

Regnbogafuglinn er barnabók um margbreytileikann
og nýtist hún vel til þess að opna umræðu með
börnum í leikskóla. Sagan varð til þegar
höfundur vann með hó...

Regnbogafuglinn er barnabók um margbreytileikann
og nýtist hún vel til þess að opna umræðu með
börnum í leikskóla. Sagan varð til þegar
höfundur vann með hópi barna í leikskólanum.
Sagan um Regnbogafuglinn er hugsuð sem leið
fyrir kennara og foreldra til þess að opna
umræðu með börnum um margbreytileikann í
barnahópnum. Það getur reynst erfitt að brydda
upp á umræðu um útlit, menningu, trú, litarhátt
og önnur slík málefni. Bók þessi er leið til
þess að gera þetta mikilvæga umræðuefni
skemmtilegt og um leið lærdómsríkt og fræðandi.
Á hverri síðu má finna umræðupunkta sem gott er
að nýta til þess að opna umræðu með börnunum.
Bókin er hugsuð fyrir elstu börn leikskóla og
yngstu bekki grunnskóla. Bókin er með teikningum
í lit og sérlega falleg. Bókin hlaut styrk úr
þróunarsjóði námsgagna. Teikningar eru eftir
Jelenu Jóhannson á Ísafirði.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt