Vörumynd

Páll Óskar Bláa boxið 3 CD

Páll Óskar

³Bláa BoxiðÊ inniheldur þrjár plötur.
Ballöðuplatan ³PalliÊ (1995) hljómar jafn vel í
dag og hún gerði fyrir 18 árum síðan, enda var
þar valinn maður í hver...

³Bláa BoxiðÊ inniheldur þrjár plötur.
Ballöðuplatan ³PalliÊ (1995) hljómar jafn vel í
dag og hún gerði fyrir 18 árum síðan, enda var
þar valinn maður í hverju rúmi. Ég er ennþá
ánægður með lög eins og ³Sjáumst afturÊ og ³Lose
AgainÊ.
Svo var ég nú einu sinni í hljómsveit
sem hét Casino, þar sem Samúel Jón Samúelsson
var aðaldriffjöðurin. Það var sjúklega gaman að
gera plötuna ³StereoÊ (1998) þar sem við tókum
ofan hattinn fyrir lagahöfundum eins og Burt
Bacharach, Jimmy Webb og Henry Mancini. Þessi
plata mun fá þig til að þrífa heimilið þitt mun
hraðar.
Síðasta platan í þessu boxi er ³Ef ég
sofna ekki í nóttÊ (2001) sem ég gerði ásamt
Moniku hörpuleikara. Þar standa uppúr
lagasmíðar hins kornunga Hreiðars Inga
Þorsteinssonar. Þessi plata er alger nauðsyn
eftir erfiðan vinnudag, því útkoman er eins og
að fara í heitt bað og láta nudda sig á meðan.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt