Vörumynd

Bréf til ungs lögmanns

Ritið Bréf til ungs lögmanns, sem nú kemur út í
íslenskri þýðingu, hefur vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum og víðar. Ritið hefur að geyma
samantekt á þeim...

Ritið Bréf til ungs lögmanns, sem nú kemur út í
íslenskri þýðingu, hefur vakið mikla athygli í
Bandaríkjunum og víðar. Ritið hefur að geyma
samantekt á þeim ráðum sem höfundurinn
Dershowitz telur að allir ungir lögmenn þurfi að
hafa í huga, þegar þeir hefja feril sinn.
Dershowitz fjallar um þau margvíslegu vafamál
sem geta komið upp í starfi lögmannsins og
deilir með lesendum langri reynslu sinni af
lögfræðistörfum. Eins og í öðrum verkum sínum
vekur höfundur lesandann til umhugsunar og
varpar réttmætum vafa á margar viðteknar
skoðanir. Bókin á erindi við alla þá sem velta
fyrir sér þeim álitamálum er tengjast dómstólum
og málarekstri frammi fyrir þeim. Laganemar,
nýútskrifaðir lögfræðingar sem og þeir sem lengi
hafa fengist við lögmennsku og önnur
lögfræðitengd störf munu heillast af skýrleika
og rökfestu hins þekkta prófessors.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt