Vörumynd

Ísland, farsælda frón

Frón

Bókin er ætluð píanóleikurum á mið- og
framhaldsstigi og inniheldur fjórtán ólíkar
útsetningar íslenskra tónskálda á einu þekktasta
þjóðlagi Íslendinga, Ísl...

Bókin er ætluð píanóleikurum á mið- og
framhaldsstigi og inniheldur fjórtán ólíkar
útsetningar íslenskra tónskálda á einu þekktasta
þjóðlagi Íslendinga, Ísland, farsælda frón við
texta Jónasar Hallgrímssonar. Auk þess er í
bókinni grein eftir Njál Sigurðsson kvæðamann um
hugsanlega tilurð þjóðlagsins, myndir og stuttir
textar um tónskáldin, og kvæði Jónasar, Ísland,
farsælda frón auk nokkurra orða um skáldið eftir
Tryggva Gíslason fyrrum skólameistara.
Segja má
að innihald bókarinnar endurspegli á vissan hátt
íslenska tónlistarsögu á 20. öld og til dagsins
í dag. Elsta verkið í bókinni er eftir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrsta íslenska
tónskáldið, samið á fyrsta áratug 20. aldar.
Yngstu verkin voru samin árið 2012. Tengingu
aftur um hundruð ára má síðan fá í gegnum
þjóðlagið sjálft, tvísönginn og texta Jónasar
Hallgrímssonar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt