Eldhús meistaranna

Út er kominn DVD-diskur með matreiðsluþáttum í
umsjón Magnúsar Inga Magnússonar
matreiðslumeistara og veitingamanns á
Sjávarbarnum og Panorama. Magnús Ingi ...

Út er kominn DVD-diskur með matreiðsluþáttum í
umsjón Magnúsar Inga Magnússonar
matreiðslumeistara og veitingamanns á
Sjávarbarnum og Panorama. Magnús Ingi er
margreyndur og sjóaður ástríðukokkur sem hefur
staðið yfir pottunum í áratugi, síspyrjandi og
forvitinn. Í þáttunum heimsækir hann kollega
sína á veitingahúsin sem þeir starfa á og
fylgist með þeim elda fyrir gesti og býður
einnig sjálfur til veislu. Þeir reiða fram
gómsæta rétti sem áhorfendur eiga að ráða við að
elda heima hjá sér eftir að hafa fylgst með
matreiðslunni skref fyrir skref. Veitingahúsin
sem Magnús Ingi sækir heim eru Perlan, Gallery
Restaurant á Hótel Holti, Veisluturninn,
Austur-Indía-fjelagið, Hereford steikhús,
Sjávarbarinn, Brasserie Grand á Grand Hótel,
Domo, Panorama og veisluþjónustan Soho.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt