Vörumynd

Saga Menntaskólans á Ísafirði

Menntaskólinn á Ísafirði hóf starfsemi sína
haustið 1970 eftir baráttu heimamanna um allmörg
ár fyrir stofnun hans. Árið 1989 var Iðnskólinn
á Ísafirði same...

Menntaskólinn á Ísafirði hóf starfsemi sína
haustið 1970 eftir baráttu heimamanna um allmörg
ár fyrir stofnun hans. Árið 1989 var Iðnskólinn
á Ísafirði sameinaður Menntaskólanum og
Húsmæðraskólinn Ósk gekk einnig inn í hinn
sameinaða skóla. Um tíma var skólinn nefndur
Framhaldsskóli Vestfjarða, en heitið Menntaskóli
var endurvakið árið 2000.
Í tilefni af 40 ára
afmæli skólans haustið 2010 var ákveðið að gefa
út sögu hans. Til að semja texta bókarinnar var
ráðinn Björn Teitsson, sagnfræðingur, sem var
skólameistari við skólann 1979-2001. Auk
meginmáls eru í ritinu skrár yfir nemendur og
kennara skólans fram til 2008. Bókina prýða
margar myndir, m.a. litmyndir af brautskráðum
nemendum 1974-2008. Í rammagreinum eru rakin
æviatriði allra skólameistara og ýmissa annarra.
Þá er í þó nokkrum rammagreinum birt efni af
léttara tagi úr skólalífinu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt