Vörumynd

Grjótaþorpið litabók

Gylfi Gíslason rekur í máli og myndum sögu
miðbæjar Reykjavíkur. Hann dregur upp myndir af
sögu Grjótaþorpsins, sem er einn elsti hluti
borgarinnar, og legg...

Gylfi Gíslason rekur í máli og myndum sögu
miðbæjar Reykjavíkur. Hann dregur upp myndir af
sögu Grjótaþorpsins, sem er einn elsti hluti
borgarinnar, og leggur sérstaka áherslu á
húsagerðarlist. Upplagt er fyrir unga sem aldna
að skemmta sér við að lita og læra söguna um
leið. Bókin kom upphaflega út 1980 en er nú
endurútgefin.

Höfundur bókarinnar, Gylfi
Gíslason (1940-2006), var teiknari og
myndlistarmaður. Gylfi var fjölhæfur listamaður,
hann hélt fjölda einka- og samsýninga, kenndi
teikningu, myndskreytti bækur og blöð og hannaði
leikmyndir. Hann var ekki síst víðkunnur fyrir
vinsæla þætti um myndlist og aðrar listir í
útvarpi og sjónvarpi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt