Vörumynd

Portrait - Emilía Rós Sigfúsd.

Portrait er fyrsti geisladiskur flautuleikarans
Emilíu Rósar Sigfúsdóttur en hann hefur að geyma
nokkur eftirlætisverk hennar fyrir flautu og
píanó sem hafa...

Portrait er fyrsti geisladiskur flautuleikarans
Emilíu Rósar Sigfúsdóttur en hann hefur að geyma
nokkur eftirlætisverk hennar fyrir flautu og
píanó sem hafa fylgt henni um lengri eða skemmri
tíma. Með henni á disknum leikur Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari. Ungu
tónlistarkonurnar Emilía Rós og Ástríður Alda
hafa leikið saman hérlendis og erlendis
síðastliðin ár við góðan orðstír, meðal annars
með Elektra Ensemble. Emilía Rós hlaut fjölda
viðurkenninga á námsárum sínum, hefur komið fram
sem einleikari víðs vegar um heiminn og leikur
reglulega með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir
hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem
einn af okkar allra bestu píanóleikurum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt