Vörumynd

Dusty Miller-Music By Dusty M

Hljómsveitin Dusty Miller gefur út sína fyrstu
breiðskífu sem ber nafnið Music by Dusty Miller
nú í desember. Útgáfa plötunnar er í höndum
meðlima sveitarin...

Hljómsveitin Dusty Miller gefur út sína fyrstu
breiðskífu sem ber nafnið Music by Dusty Miller
nú í desember. Útgáfa plötunnar er í höndum
meðlima sveitarinnar. Hljómsveitin var stofnuð
árið 2011 og hefur komið með skemmtilega ferskan
blæ inn í íslenskt tónlistarlíf. Leikmaður lýsti
eitt sinn tónlist Dusty Miller sem ,,sálarskotnu
poppi með hreðjarË. Dusty Miller samanstendur af
Elvari Erni Friðrikssyni, Kára Árnasyni,
Rögnvaldi Borgþórssyni, Tómasi Jónssyni og Aroni
Inga Ingvasyni. Þrátt fyrir tiltölulega ungan
aldur meðlima hafa þeir verið virkir
þátttakendur í íslensku tónlistarlífi undanfarin
ár og spilað með hljómsveitum á borð við
Fjallabræður, Jón Jónsson, ADHD og Perlu. Dusty
Miller hefur verið að vekja athygli fyrir
frumlega og vandaða músik og skemmtilega
sviðsframkomu og því ætti Music by Dusty Miller
ekki að valda tónlistaráhugamönnum vonbrigðum.
Útgáfutónleikar verða haldnir strax á nýju ári
og upplýsingar um stað og tíma koma von bráðar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt