Vörumynd

Lífsleikni - listin að vera

Tilgangurinn með skrifum þessarar handbókar í
Lífsleikni er að taka saman og koma með
hugmyndir um það hvernig hægt er að bæta lífið,
einfalda það og sjá þa...

Tilgangurinn með skrifum þessarar handbókar í
Lífsleikni er að taka saman og koma með
hugmyndir um það hvernig hægt er að bæta lífið,
einfalda það og sjá það jafnvel í nýju ljósi.
Við erum í raun öll nemendur hér á jörðinni -
við erum öll að leggja okkur fram við að læra á
lífið. Í bókinni eru settar fram fjölmargar
leiðir til að verða hæfari, skilvirkari, betri
og hamingjusamari manneskja og með því verða
virkari þátttakandi í að skapa hamingjusamara
samfélag, öllum til aukinnar velferðar. Um er að
ræða uppflettirit fyrir í raun alla, hvort sem
er innan menntastofnunar, í tómstundastarfi,
félags- og/eða leiðbeinandastarfi, innan veggja
heimilisins eða á öðrum vettvangi. Bókin kemur
inn á fjölmörg svið og má þar nefna heimspeki,
vísindi, menntun, trú, félagsfræði, sálfræði og
bæði andlega og líkamlega velferð. Segja má að
inntak bókarinnar sé velferð í margvíslegum
skilningi þess orðs.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt