Vörumynd

Skipstjórnarmenn I

Ritverkið Skipstjórnarmenn er safn rúmlega sjö
þúsund og fimm hundruð æviþátta um íslenska
skipstjórnarmenn frá því Íslendingar hófu að
gera út þilskip með ...

Ritverkið Skipstjórnarmenn er safn rúmlega sjö
þúsund og fimm hundruð æviþátta um íslenska
skipstjórnarmenn frá því Íslendingar hófu að
gera út þilskip með íslenskum skipstjórum, allt
frá þeim Páli í Selárdal og Eyvindi duggusmiði
til þeirra sem lokið hafa skipstjórnarprófi á
síðustu árum. Frá Stýrimannaskólunum í
Reykjavík, Vestmanneyjum og á Dalvík hafa
rúmlega sex þúsund skipstjórnarmanna lokið
prófi. Auk þeirra eru í verkinu fjölmargir sem á
nítjándu öld útskrifuðust frá stýrimannaskólum
erlendis eða fengu skipstjórnarréttindi á
námskeiðum víða um land og svo þeir sem voru
frumkvöðlar sem formenn á vélbátum á fyrri hluta
tuttugustu aldar.
Mikill fjöldi mynda prýðir
ritverkið og eru um 2.800 ljósmyndir í 1. bindi
ritsafnsins, af skipstjórnarmönnum, skipum
þeirra, skipshöfnum og störfum um borð í
fiskiskipum og kaupskipum. Ekkert ritverk geymir
eins margþætt ljósmyndasafn af íslenskum
sjávarútvegi og þetta ritsafn.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt