Vörumynd

S7 Suðurgata Árbær

Útgáfan sækir innblástur í starfsemi sem átti
sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ
Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni
var haldið úti af...

Útgáfan sækir innblástur í starfsemi sem átti
sér stað í galleríi við Suðurgötu 7 í miðbæ
Reykjavíkur á árunum 1977 til 1982. Starfseminni
var haldið úti af ungu listafólki sem stóð að
afkastamikilli og þverfaglegri
menningar-starfsemi; myndlistarsýningum,
uppákomum, málþingum, kvimyndasýningum og
tónleikum auk útgáfu tímaritsins Svart á Hvítu.
Útgáfan kom út samhliða verkefninu S7 Í
Suðurgata >> Árbær (ekki á leið) í Árbæjarsafni
og er tilraun til þess að gera starfseminni
skil, en jafnframt viðleitni til að horfa á hana
í sögulegu samhengi samtímalistar og byggja
þannig upp nýja frásögn.
Verkefnið leiðir
jafnframt saman tvær ólíkar stofnanir,
Nýlistasafnið og Minjasafn Reykjavíkur. Í
Nýlistasafninu er heimildasafn um
listamannarekin rými, þar sem m.a er að finna
heimildir tengdar galleríi Suðurgötu 7.
Minjasafn Reykjavíkur varðveitir húsið sjálft,
Suðurgötu 7, sem var flutt í heilu lagi á
Árbæjarsafn árið 1983 og þar má kynna sér sögu
þess framundir aldamótin 1900.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt