Vörumynd

Saga Alþýðusambands Ísl.-Askja

Saga Alþýðusambands Íslands er komin út í
tveimur veglegum bindum og er þar sögð saga ASÍ
og íslenskrar verkalýðsbaráttu í heila öld en
sambandið var stofna...

Saga Alþýðusambands Íslands er komin út í
tveimur veglegum bindum og er þar sögð saga ASÍ
og íslenskrar verkalýðsbaráttu í heila öld en
sambandið var stofnað árið 1916. Forlagið gefur
verkið út í samstarfi við Alþýðusamband Íslands
en höfundur þess er Sumarliði R. Ísleifsson
sagnfræðingur, sem hefur unnið að sögurituninni
í nokkur ár og viðað að sér afar umfangsmiklum
heimildum um íslenska alþýðusögu og
samfélagsmál.

Verkið hefur átt sér langan
aðdraganda og mikil og vönduð undirbúningsvinna
hefur verið unnin sem skilar sér í metnaðarfullu
og glæsilegu riti um íslenskt samfélag og sögu,
frá fyrstu tilraunum til stofnunar alþýðusamtaka
gegnum hörð stéttaátök kreppuáranna,
samfélagsbreytingar á eftirstríðsárum,
alþýðutryggingar, húsnæðismál, jafnréttismál,
lífeyrisréttindi, menntamál, alþjóðamál og
ótalmargt annað sem íslensk alþýðusamtök komu
að, og allt til nútímans. Fyrra bindið ber
undirtitilinn Í samtök og nær yfir tímabilið
1916-1960.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  9.990 kr.
  9.408 kr.
  Skoða
 • Heimkaup
  Til á lager
  11.490 kr.
  10.750 kr.
  Skoða
 • Penninn
  11.410 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt