Vörumynd

Veiða vind - tónlistarævintýri

Í dag kemur út hjá Forlaginu færeyska barnabókin
Veiða vind, spennandi saga sem sögð er með
orðum, myndum og tónlist. Höfundur texta er
Rakel Helmsdal sem e...

Í dag kemur út hjá Forlaginu færeyska barnabókin
Veiða vind, spennandi saga sem sögð er með
orðum, myndum og tónlist. Höfundur texta er
Rakel Helmsdal sem er íslenskum lesendum að góðu
kunn sem einn af þremur höfundum bókanna um
litla skrímslið og stóra skrímslið.
Myndskreytingar annaðist Janus á Húsagarði og
tónlistin er eftir færeyska tónskáldið Kára Bæk.
Með bókinni fylgir geilsadiskur þar sem Benedikt
Erlingsson les söguna við undirleik
Sinfóníuhljómsveitar Færeyja. Þórarinn Eldjárn
íslenskaði.
Sagan segir frá deginum sem
litlibróðir stekkur af stað með sverð í hendi og
segist vera Ólafur riddarahross. Hugurinn fer á
flug og á vegi hans verða álfastelpa, grimmur
björn og háfleygur örn sem grípur hann í
klærnar. Að lokum þeysist hann um á drekabaki
með vindinn í fangið.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt