Vörumynd

Bara ef...

Bara ef...afmælisbarnið hefði ekki heimtað
skilnað fyrir framan alla gestina í óvæntu
afmælisveislunni.

Bara ef... hægt væri að
segja hinum verð...

Bara ef...afmælisbarnið hefði ekki heimtað
skilnað fyrir framan alla gestina í óvæntu
afmælisveislunni.

Bara ef... hægt væri að
segja hinum verðandi föður frá jákvæða
óléttuprófinu.

Bara ef... krakkarnir heimtuðu
ekki hund, sá gamli væri ekki dottinn í það uppi
í bústað og sögusagnir um framhjáhald ekki
komnar á kreik.

Bara ef... lífið væri örlítið
bærilegra!

Bara ef... er sprenghlægileg saga
úr samtímanum eftir Jónínu Leósdóttur sem heldur
lesendum við efnið frá upphafi til enda.

Jónína Leósdóttir (f. 1954) lauk stúdentsprófi
úr fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík og
BA-prófi í ensku og bókmenntafræðum frá Háskóla
Íslands. Einnig stundaði hún nám við
Essexháskóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem
blaðamaður og skrifað ævisögur, leikrit og
skáldsögur. Verk eftir hana hafa verið sýnd í
sjónvarpi og á leiksviði og flutt í útvarpi.
Jónína hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir
skrif sín, þar á meðal Ljóðstaf Jóns úr Vör og
Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt