Vörumynd

Ljóð Guðrún St. frá Fagraskógi

Guðrún Stefánsdóttir fæddist að Fagraskógi við
Eyjafjörð 1893. Hún fluttist ung til Reykjavíkur
og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík
1913.
...

Guðrún Stefánsdóttir fæddist að Fagraskógi við
Eyjafjörð 1893. Hún fluttist ung til Reykjavíkur
og lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík
1913.
Árið 1940 stofnaði Guðrún Nýtt kvennablað
ásamt Jóhönnu Þórðardóttir og Maríu Knudsen og
kom það út til ársloka 1967. Bæði Jóhanna og
María féllu frá langt um aldur fram og eftir lát
Maríu 1946 stóð Guðrún ein að ritstjórn
blaðsins. Í Nýju Kvennablaði var fjallað um
málefni og menningu kvenna frá ýmsum
sjónarhornum. Einnig var mikilvægur þáttur í
útgáfu blaðsins að birta ljóð og sögur eftir
konur.
Guðrún birti kvæði sín í blöðum og
tímaritum, einkum Nýju kvennablaði en sendi
aldrei frá sér ljóðabók.
Inngang að bókinni
skrifar Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt