Vörumynd

Lára Rúnars-Þel LP

Lára Rúnars ólst upp við dynjandi ryþma
hljómsveitarinnar Grafík og S-Ameríska
gítartónlist föður síns sem seinna kynnti hana
fyrir listamönnum á borð við L...

Lára Rúnars ólst upp við dynjandi ryþma
hljómsveitarinnar Grafík og S-Ameríska
gítartónlist föður síns sem seinna kynnti hana
fyrir listamönnum á borð við Leonard Cohen, Tom
Waits, Joni Mitchell og Nick Cave. Þegar Lára
var unglingur tók við ljóðalestur og protools
sem á endanum leiddu til fyrstu plötu Láru
Rúnars sem kom út árið 2003, Standing Still. Ári
síðar hitaði Lára Rúnars upp fyrir Damien Rice
sem leiddi til enn frekara samstarfs á plötu
Láru sem kom út árið 2006, Þögn. Þar gætti
áhrifa frá Stinu Nordenstam, Blonde Redhead og
Cardigans svo eitthvað sé nefnt. Á þriðju plötu
Lára Rúnars, Surprise, kvað við nýjan tón.
Platan sló í gegn á Íslandi og áhugi spratt að
utan í kjölfarið. Viðtóku fjörugar
tónlistarhátíðir á borð við The Great Escape,
Eurosonic, Spot Festival auk sérstakra tónleika
Q Magazine í London þar sem Lára hitaði uppfyrir
Amy MacDonald. Fjórða plata Láru Rúnars, Moment,
kom út árið 2012 og fengu þar dekkri og ögrandi
hliðar Láru að njóta sín.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt